Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2021 18:31 Páll ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um kosninguna á ársþingi KSÍ um helgina. Stöð 2 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira