Kristófer: Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2021 21:29 Kristófer Acox sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig fyrir Valsmenn í tapi gegn Grindavík. vísir/vilhelm Kristófer Acox var ekki ánægður með leik Vals sem tapaði gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“ Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“
Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50