Bálkakeðjan spili lykilhlutverk í bólusetningarvottorðum sem Íslendingar þróa í samstarfi við WHO Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 14:00 Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir Íslendinga standa framarlega þegar kemur að nýtingu tæknilausna í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Hari Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna. „Þetta sprettur eiginlega upp úr því að við höfum unnið mikið með embætti landlæknis í þessum faraldri til að búa til lausnir sem einfalda heilbrigðisstarfsfólki lífið,“ sagði Guðjón í Bítinu á Bylgjunni. Origo þróaði meðal annars tölvukerfin sem notuð eru til að skipuleggja og halda utan um Covid-19 skimanir og bólusetningar hér á landi. WHO áhugasamt um þá leið sem var farin á Íslandi Guðjón sagði Ísland vera með fyrstu ríkjunum til að gefa út sérstakt vottorð fyrir þá sem hafa lokið bólusetningu við Covid-19 og leyfa þeim að nálgast það á netinu. Það vottorð nýtist þó núna fyrst og fremst til þess að hjálpa fólki að sleppa við sóttkví og sýnatöku við heimkomu til Íslands þar sem ríki heims hafi ekki komið sér saman um alþjóðlega viðurkennt vottorð. „Í gegnum það samstarf þá höfum við komið að þessu samtali við WHO um hvernig er hægt að búa til svona bólusetningarvottorð sem allir geta treyst.“ Enn er unnið að útfærslu lausnarinnar en til skoðunar er að nýta svokallaða QR-kóða og bálkakeðjutækni (e. Blockchain) til þess að koma í veg fyrir að átt sé við vottorðin og upplýsingum breytt. QR-kóðar eru ákveðin gerð strikamerkja sem hafa orðið sífellt meira áberandi á síðustu árum og bálkakeðjur eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmis konar samskiptum og viðskiptum en algengast er að heyra þær nefndar í samhengi við rafeyri á borð við bitcoin. Dæmi um QR-kóða sem bæði er hægt að skanna með snjallsímum og sérstökum skönnum. „Þá eru ákveðnar upplýsingar settar í þennan QR-kóða sem eru dulkóðaðar og þessi bálkakeðjutækni hefur sannað sig sem tækni sem gerir það að verkum að það er ekki hægt að falsa þessi vottorð,“ sagði Guðjón en stefnt er að því að bæði verði hægt að hafa vottorðið í snjallsíma og prenta það út. Mörg flókin úrlausnarefni Að sögn Guðjóns er tæknin sé ekki flóknasta úrlausnarefnið þegar kemur að þróun alþjóðlegra viðurkenndra bólusetningarvottorða. Spurningin sé ekki síður hverjir megi gefa út slík vottorð í ríkjum þar sem margir ólíkir aðilar koma að bólusetningu. „Hér á Íslandi höfum þennan miðlæga bólusetningagrunn, við getum á einum stað séð alla sem eru bólusettir en það er mjög óvíða þannig. Það eru einstaka lönd sem eiga svona grunna en jafnvel sum Norðurlöndin hafa þetta ekki á landsvísu. Í einhverjum tilfellum eru einkaaðilar að bólusetja og geyma þær upplýsingar hjá sér. Þá þurfum við að sannreyna að sá sem gefur út vottorðið sé traustsins verður og að hann sé ekki að selja það eða eitthvað slíkt og það er alls konar svona flækjustig sem er verið að skoða.“ Guðjón sagði að jafnaði starfi sjö til átta manns í heilbrigðislausnateyminu hjá Origo en að talan hafi farið hæst upp í 50 manns í sumar þegar mest vinna var lögð í það að þróa tæknilausnir í tengslum við faraldurinn. Mikið í húfi Ljóst er að mikið er í húfi þegar kemur að umræddum bólusetningarvottorðum en að sögn Guðjóns hafa stjórnvöld víða um allan heim reynt að finna örugga leið til að sannreyna slík vottorð áður en dyrnar séu opnar fyrir bólusettum einstaklingum. Hann sagði ekki standi til að hýsa gagnagrunn vottorðanna á einum stað heldur verði honum dreift með hjálp bálkakeðjutækninnar. „Það verður eiginlega annað vandamál ef við ætlum að reyna að sannfæra allar þjóðir heims um að setja upplýsingar um sína borgara í einn sameiginlegan gagnagrunn. Þar væru persónuverndarsjónarmið sem þyrfti að skoða og fleira, svo hugmyndin er þarna að það væri ekki einn miðlægur gagnagrunnur, það er eiginlega auðveldara pólitískt séð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tækni Tengdar fréttir Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. 3. febrúar 2021 19:00 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Þetta sprettur eiginlega upp úr því að við höfum unnið mikið með embætti landlæknis í þessum faraldri til að búa til lausnir sem einfalda heilbrigðisstarfsfólki lífið,“ sagði Guðjón í Bítinu á Bylgjunni. Origo þróaði meðal annars tölvukerfin sem notuð eru til að skipuleggja og halda utan um Covid-19 skimanir og bólusetningar hér á landi. WHO áhugasamt um þá leið sem var farin á Íslandi Guðjón sagði Ísland vera með fyrstu ríkjunum til að gefa út sérstakt vottorð fyrir þá sem hafa lokið bólusetningu við Covid-19 og leyfa þeim að nálgast það á netinu. Það vottorð nýtist þó núna fyrst og fremst til þess að hjálpa fólki að sleppa við sóttkví og sýnatöku við heimkomu til Íslands þar sem ríki heims hafi ekki komið sér saman um alþjóðlega viðurkennt vottorð. „Í gegnum það samstarf þá höfum við komið að þessu samtali við WHO um hvernig er hægt að búa til svona bólusetningarvottorð sem allir geta treyst.“ Enn er unnið að útfærslu lausnarinnar en til skoðunar er að nýta svokallaða QR-kóða og bálkakeðjutækni (e. Blockchain) til þess að koma í veg fyrir að átt sé við vottorðin og upplýsingum breytt. QR-kóðar eru ákveðin gerð strikamerkja sem hafa orðið sífellt meira áberandi á síðustu árum og bálkakeðjur eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmis konar samskiptum og viðskiptum en algengast er að heyra þær nefndar í samhengi við rafeyri á borð við bitcoin. Dæmi um QR-kóða sem bæði er hægt að skanna með snjallsímum og sérstökum skönnum. „Þá eru ákveðnar upplýsingar settar í þennan QR-kóða sem eru dulkóðaðar og þessi bálkakeðjutækni hefur sannað sig sem tækni sem gerir það að verkum að það er ekki hægt að falsa þessi vottorð,“ sagði Guðjón en stefnt er að því að bæði verði hægt að hafa vottorðið í snjallsíma og prenta það út. Mörg flókin úrlausnarefni Að sögn Guðjóns er tæknin sé ekki flóknasta úrlausnarefnið þegar kemur að þróun alþjóðlegra viðurkenndra bólusetningarvottorða. Spurningin sé ekki síður hverjir megi gefa út slík vottorð í ríkjum þar sem margir ólíkir aðilar koma að bólusetningu. „Hér á Íslandi höfum þennan miðlæga bólusetningagrunn, við getum á einum stað séð alla sem eru bólusettir en það er mjög óvíða þannig. Það eru einstaka lönd sem eiga svona grunna en jafnvel sum Norðurlöndin hafa þetta ekki á landsvísu. Í einhverjum tilfellum eru einkaaðilar að bólusetja og geyma þær upplýsingar hjá sér. Þá þurfum við að sannreyna að sá sem gefur út vottorðið sé traustsins verður og að hann sé ekki að selja það eða eitthvað slíkt og það er alls konar svona flækjustig sem er verið að skoða.“ Guðjón sagði að jafnaði starfi sjö til átta manns í heilbrigðislausnateyminu hjá Origo en að talan hafi farið hæst upp í 50 manns í sumar þegar mest vinna var lögð í það að þróa tæknilausnir í tengslum við faraldurinn. Mikið í húfi Ljóst er að mikið er í húfi þegar kemur að umræddum bólusetningarvottorðum en að sögn Guðjóns hafa stjórnvöld víða um allan heim reynt að finna örugga leið til að sannreyna slík vottorð áður en dyrnar séu opnar fyrir bólusettum einstaklingum. Hann sagði ekki standi til að hýsa gagnagrunn vottorðanna á einum stað heldur verði honum dreift með hjálp bálkakeðjutækninnar. „Það verður eiginlega annað vandamál ef við ætlum að reyna að sannfæra allar þjóðir heims um að setja upplýsingar um sína borgara í einn sameiginlegan gagnagrunn. Þar væru persónuverndarsjónarmið sem þyrfti að skoða og fleira, svo hugmyndin er þarna að það væri ekki einn miðlægur gagnagrunnur, það er eiginlega auðveldara pólitískt séð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tækni Tengdar fréttir Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. 3. febrúar 2021 19:00 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. 3. febrúar 2021 19:00
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24
Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27