Tveir taka út bann hjá Val í kvöld en kemur einn öflugur kemur til baka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 15:30 Róbert Aron Hostert er lykilmaður í Valsiðinu og hefur verið sárt saknað undanfarinn mánuð. Vísir/Bára Ein af stóru spurningum kvöldsins er hvort að handboltaáhugamenn muni sjá Róbert Aron Hostert aftur í búning hjá Valsliðinu í stórleiknum á móti FH. Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik