Jóna Þórey kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:35 Jóna Þórey Pétursdóttir, nýkjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Aðsend/Ari Páll Karlsson Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga en hún var tilnefnd fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna. Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira