Framkonur unnu öruggan átta marka sigur á Haukum, 24-32, en leikið var á heimavelli Hauka að Ásvöllum.
Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með sex mörkum í leikhléi, 16-10.
Haukakonur voru ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik en þegar leið á leikinn dró aftur í sundur með liðunum og Fram vann að lokum öruggan sigur.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram með átta mörk.