Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 17:13 Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira