Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 15:46 Kínverskir hermenn í skrúðgöngu. EPA/PAVEL GOLOVKIN Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi. Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52