Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 14:31 Brynja og Sara elska að vinna saman. Þær eru fimmtán ára og sautján ára. „Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá. Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara. Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara.
Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira