Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 21:10 Halldór Jóhann var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10