Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 17:19 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Gerald Herbert Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56