Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2021 13:21 Tryggvi Gunnarsson á tvo mánuði eftir í starfi umboðsmanns Alþingis. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva. Steingrímur sagði að Alþingi hefði borist bréf frá Tryggva þann 18. febrúar og forsætisnefnd tilkynnt um beiðnina. Forsætisnefnd hafi þegar skipað þriggja manna undirnefnd til að gera tillögu að nýjum umboðsmanni sem þingmenn kjósa um. Sú nefnd mun skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem verði forsætisnefnd og undirnefndinni til ráðgjafar. Þeir sem hafa áhuga á að gegna embættinu, eða hafa tillögur þess efnis eru hvattir til að setja sig í samband við Alþingi. Nánar megi kynna sér þau mál í auglýsingu sem birt verður á vef Alþingis í dag. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara hefur verið settur umboðsmaður frá 1. nóvember á meðan Tryggvi hefur sinnt gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Kjartan er settur umboðsmaður til 30. apríl eða þegar Tryggvi lætur af störfum. Sinnir sínu sérstaka áhugamáli Tryggvi vísaði til orða sinna á heimasíðu umboðsmanns þegar blaðamaður hafði samband. „Um þessar mundir eru liðin 33 ár síðan ég kom fyrst að starfi umboðsmanns Alþingis. Allan þennan tíma hef ég notið þess að sinna þessum störfum og rækja það verkefni að greiða úr málum borgaranna í umboði Alþingis gagnvart stjórnsýslunni. Lögfræðilega hefur þetta líka verið einstaklinga áhugavert og gefandi. Fá svið lögfræðinnar hafa á þessum tíma tekið sambærilegum breytingum og stjórnsýslurétturinn og þar hefur starf umboðsmanns Alþingis átt sinn þátt,“ segir Tryggvi um tímamótin á heimasíðu umboðsmanns. „Ég hef að undanförnu átt þess kost að standa upp frá daglegum störfum umboðsmanns og huga að því sérstaka áhugamáli mínu að auka fræðslu fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar, bæði ríkis og sveitarfélaga, um starfshætti í stjórnsýslunni og þær reglur sem gilda um meðferð mála þar og þjónustu í þágu borgaranna. Liður í því er að taka saman aðgengilegt fræðsluefni um þessi mál og koma fræðslu um þau í fastari skorður. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil gjarnan fá tækifæri til að leggja lið áður en líður um of á starfsævi mína en eðli verkefna og annir í starfi umboðsmanns eru þannig að veruleg takmörk eru á að öðru verði sinnt samhliða því.“ Langþreyttur á fjárskorti Tryggvi hefur verið gagnrýninn á fjárveitingar til embættisins. Hann sagði á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á dögunum að þingmenn þurfi að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundinum þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Í starfinu frá nóvember 1998 Tryggvi var kosinn umboðsmaður Alþingis í sjötta sinn í október 2019 og hefði að óbreyttu setið í embætti næstu fjögur árin. Tryggvi hefur sinnt starfi umboðsmanns Alþingis frá 1. nóvember 1998. Fyrst sem settur umboðsmaður frá þeim tíma til 31. desember 1999 eftir að Gaukur Jörundsson sem valinn var umboðsmaður þegar embættið tók til starfa 1988 hafði verið kjörinn til setu í Mannréttindadómstól Evrópu. Tryggvi hefur síðan verið kjörinn umboðsmaður frá 1. janúar 2000. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Steingrímur sagði að Alþingi hefði borist bréf frá Tryggva þann 18. febrúar og forsætisnefnd tilkynnt um beiðnina. Forsætisnefnd hafi þegar skipað þriggja manna undirnefnd til að gera tillögu að nýjum umboðsmanni sem þingmenn kjósa um. Sú nefnd mun skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem verði forsætisnefnd og undirnefndinni til ráðgjafar. Þeir sem hafa áhuga á að gegna embættinu, eða hafa tillögur þess efnis eru hvattir til að setja sig í samband við Alþingi. Nánar megi kynna sér þau mál í auglýsingu sem birt verður á vef Alþingis í dag. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara hefur verið settur umboðsmaður frá 1. nóvember á meðan Tryggvi hefur sinnt gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Kjartan er settur umboðsmaður til 30. apríl eða þegar Tryggvi lætur af störfum. Sinnir sínu sérstaka áhugamáli Tryggvi vísaði til orða sinna á heimasíðu umboðsmanns þegar blaðamaður hafði samband. „Um þessar mundir eru liðin 33 ár síðan ég kom fyrst að starfi umboðsmanns Alþingis. Allan þennan tíma hef ég notið þess að sinna þessum störfum og rækja það verkefni að greiða úr málum borgaranna í umboði Alþingis gagnvart stjórnsýslunni. Lögfræðilega hefur þetta líka verið einstaklinga áhugavert og gefandi. Fá svið lögfræðinnar hafa á þessum tíma tekið sambærilegum breytingum og stjórnsýslurétturinn og þar hefur starf umboðsmanns Alþingis átt sinn þátt,“ segir Tryggvi um tímamótin á heimasíðu umboðsmanns. „Ég hef að undanförnu átt þess kost að standa upp frá daglegum störfum umboðsmanns og huga að því sérstaka áhugamáli mínu að auka fræðslu fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar, bæði ríkis og sveitarfélaga, um starfshætti í stjórnsýslunni og þær reglur sem gilda um meðferð mála þar og þjónustu í þágu borgaranna. Liður í því er að taka saman aðgengilegt fræðsluefni um þessi mál og koma fræðslu um þau í fastari skorður. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil gjarnan fá tækifæri til að leggja lið áður en líður um of á starfsævi mína en eðli verkefna og annir í starfi umboðsmanns eru þannig að veruleg takmörk eru á að öðru verði sinnt samhliða því.“ Langþreyttur á fjárskorti Tryggvi hefur verið gagnrýninn á fjárveitingar til embættisins. Hann sagði á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á dögunum að þingmenn þurfi að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundinum þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Í starfinu frá nóvember 1998 Tryggvi var kosinn umboðsmaður Alþingis í sjötta sinn í október 2019 og hefði að óbreyttu setið í embætti næstu fjögur árin. Tryggvi hefur sinnt starfi umboðsmanns Alþingis frá 1. nóvember 1998. Fyrst sem settur umboðsmaður frá þeim tíma til 31. desember 1999 eftir að Gaukur Jörundsson sem valinn var umboðsmaður þegar embættið tók til starfa 1988 hafði verið kjörinn til setu í Mannréttindadómstól Evrópu. Tryggvi hefur síðan verið kjörinn umboðsmaður frá 1. janúar 2000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira