Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:37 Maðurinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi. Athugasemdir hafa verið gerðar á hendur fleiri læknum hjá HSS. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.
Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31