Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 11:58 Kjarasamningsbundnar launahækkanir tóku víða gildi eftir áramót. Vísir/vilhelm Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Rekja má hækkunina milli desember og janúar til þess að 1. janúar urðu launahækkanir á nær öllum vinnumarkaðnum á sama tíma. Lægstu laun innan kauptaxtakerfisins hækkuðu um 24 þúsund krónur á mánuði og hærri laun um 15.750 krónur. Töluverð hækkun launavísitölunnar í janúar kom því ekki á óvart og mögulega mun hún hækka eitthvað í febrúar vegna þessa, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli janúarmánaða 2019 og 2020 en launavísitalan hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukning milli ára er 5,8%. „Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.“ Stytting vinnuvikunnar ígildi launahækkunar Þá bent á í Hagsjá Landsbankans að stytting vinnutíma sé talin ígildi launabreytinga og hafi því áhrif á launavísitölu. Þann 1. janúar tóku gildi ákvæði í kjarasamningum á opinberum markaði sem styttu vinnuviku um þrettán mínútur á dag hjá launafólki á mánaðarlaunum í dagvinnu. Áhrif styttingar vinnutíma á launavísitölu á tímabilinu frá 2019 fram til nóvember 2020 hafa verið metin um 0,8 prósentustig. Fyrsta mat Hagstofunnar á áhrifum vinnutímastyttingar í janúar 2021 á launavísitöluna er um 0,4 prósentustig, eða rúmlega 10% af breytingu vísitölunnar um áramót. Í nóvember höfðu laun á opinbera markaðnum hækkað um 9,9% milli ára, öllu meira hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Á sama tíma hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6,4%, af því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23 Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Rekja má hækkunina milli desember og janúar til þess að 1. janúar urðu launahækkanir á nær öllum vinnumarkaðnum á sama tíma. Lægstu laun innan kauptaxtakerfisins hækkuðu um 24 þúsund krónur á mánuði og hærri laun um 15.750 krónur. Töluverð hækkun launavísitölunnar í janúar kom því ekki á óvart og mögulega mun hún hækka eitthvað í febrúar vegna þessa, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli janúarmánaða 2019 og 2020 en launavísitalan hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukning milli ára er 5,8%. „Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.“ Stytting vinnuvikunnar ígildi launahækkunar Þá bent á í Hagsjá Landsbankans að stytting vinnutíma sé talin ígildi launabreytinga og hafi því áhrif á launavísitölu. Þann 1. janúar tóku gildi ákvæði í kjarasamningum á opinberum markaði sem styttu vinnuviku um þrettán mínútur á dag hjá launafólki á mánaðarlaunum í dagvinnu. Áhrif styttingar vinnutíma á launavísitölu á tímabilinu frá 2019 fram til nóvember 2020 hafa verið metin um 0,8 prósentustig. Fyrsta mat Hagstofunnar á áhrifum vinnutímastyttingar í janúar 2021 á launavísitöluna er um 0,4 prósentustig, eða rúmlega 10% af breytingu vísitölunnar um áramót. Í nóvember höfðu laun á opinbera markaðnum hækkað um 9,9% milli ára, öllu meira hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Á sama tíma hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6,4%, af því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23 Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23
Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56