Aðalfundir húsfélaga Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun