Giroud hetja Chelsea í Búkarest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 22:05 Mark Giroud var í glæsilegri kantinum. Darren Walsh/Getty Images Oliver Giroud skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0 sigur á Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vegna ferðatakmarkana sökum kórónufaraldursins á Spáni fór leikurinn fram í Búkarest í Rúmeníu. Leikurinn var ekki beint endanna á milli en um mikla taktíska baráttu var að ræða milli þjálfara liðanna, þeirra Diego Simeone og Thomas Tuchel. Að því sögðu voru Chelsea betri aðilinn i kvöld en Atlético fann aldrei taktinn og ógnuðu varla marki gestanna. Staðan var markalaus í hálfleik og raunar allt þangað til Giroud kom Chelsea yfir um miðbik síðari hálfleik með stórbrotinni hjólhestaspyrnu en því miður fyrir franska framherjann var hann fyrir innan og því rangstaða dæmd, eða hvað? Það kom fyrirgjöf frá vinstri kantinum, þaðan skoppaði boltinn af síðu Giroud og í átt frá marki þar sem Mason Mount virtist lyfta knettinum knettinum inn fyrir vörn Atlético en svo reyndist ekki vera. Eftir mýmargar endursýningar í dómaraherberginu komst dómarastéttin að því að boltinn fór í raun af Mario Hermoso, vinstri bakverði Atlético Madrid, en ekki Mount eins og upphaflega virtist. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fer því heim til Lundúna með gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur í farteskinu. Liðin mætast aftur á Brúnni þann 17. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Oliver Giroud skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0 sigur á Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vegna ferðatakmarkana sökum kórónufaraldursins á Spáni fór leikurinn fram í Búkarest í Rúmeníu. Leikurinn var ekki beint endanna á milli en um mikla taktíska baráttu var að ræða milli þjálfara liðanna, þeirra Diego Simeone og Thomas Tuchel. Að því sögðu voru Chelsea betri aðilinn i kvöld en Atlético fann aldrei taktinn og ógnuðu varla marki gestanna. Staðan var markalaus í hálfleik og raunar allt þangað til Giroud kom Chelsea yfir um miðbik síðari hálfleik með stórbrotinni hjólhestaspyrnu en því miður fyrir franska framherjann var hann fyrir innan og því rangstaða dæmd, eða hvað? Það kom fyrirgjöf frá vinstri kantinum, þaðan skoppaði boltinn af síðu Giroud og í átt frá marki þar sem Mason Mount virtist lyfta knettinum knettinum inn fyrir vörn Atlético en svo reyndist ekki vera. Eftir mýmargar endursýningar í dómaraherberginu komst dómarastéttin að því að boltinn fór í raun af Mario Hermoso, vinstri bakverði Atlético Madrid, en ekki Mount eins og upphaflega virtist. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fer því heim til Lundúna með gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur í farteskinu. Liðin mætast aftur á Brúnni þann 17. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti