Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 21:01 Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira