„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 13:33 Sara Benediktsdóttir leitaði sjálf upprunans. Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki Leitin að upprunanum Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki
Leitin að upprunanum Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira