Fékk eiginhandaráritun á óléttubumbuna Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Barnið kemur í heiminn á næstu dögum og spurning hvort foreldrarnir glaðbeittu velji nafn sem á einhvern hátt vísi í Novak Djokovic, sem glaður mundaði pennann. Getty/Graham Denholm Novak Djokovic fékk nokkuð óvenjulega beiðni þegar hann hitti fjölmiðla og aðdáendur á Brighton-ströndinni í Melbourne eftir sigurinn á Opna ástralska mótinu í tennis. Ólétt kona, sem á von á sér eftir aðeins tvo daga, bað nefnilega Djokovic um eiginhandaráritun á magann. Djokovic tók vel í það og eftir að hafa snert maga aðdáandans gætilega teiknaði hann lítið hjarta og skrifaði nafnið sitt. Djokovic á sjálfur tvö börn og sagði fyrr í dag það hafa tekið sinn toll að vera löngum stundum í burtu frá fjölskyldu sinni, sérstaklega nú þegar kórónuveirufaraldurinn geysar og fjölskyldan getur ekki ferðast með honum. „Stundum er eins og hjartað mitt brotni í mél. Ég þarf að endurskoða dagskrána hjá mér miðað við síðasta ár, og árin þar á undan. Auðvitað er það þannig að tíminn í burtu frá fjölskyldunni minni hefur áhrif á mig. Ég þarf að sjá til hvað hægt er að gera vegna þeirra reglna og banna sem eru í gangi um allan heim. Það að geta ekki ferðast með fjölskyldunni er mér mjög erfitt,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic með verðlaunagripinn á ströndinni.Getty/Graham Denholm Djokovic ræddi við fleiri aðdáendur á ströndinni og klappaði hundi eins þeirra á milli þess sem hann stillti sér upp með Norman Brookes verðlaunagripinn, sem Serbinn hefur nú unnið níu sinnum. Hann hefur nú unnið 18 risamót og er tveimur titlum frá meti Rogers Federer og Rafaels Nadal. Tennis Ástralía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Ólétt kona, sem á von á sér eftir aðeins tvo daga, bað nefnilega Djokovic um eiginhandaráritun á magann. Djokovic tók vel í það og eftir að hafa snert maga aðdáandans gætilega teiknaði hann lítið hjarta og skrifaði nafnið sitt. Djokovic á sjálfur tvö börn og sagði fyrr í dag það hafa tekið sinn toll að vera löngum stundum í burtu frá fjölskyldu sinni, sérstaklega nú þegar kórónuveirufaraldurinn geysar og fjölskyldan getur ekki ferðast með honum. „Stundum er eins og hjartað mitt brotni í mél. Ég þarf að endurskoða dagskrána hjá mér miðað við síðasta ár, og árin þar á undan. Auðvitað er það þannig að tíminn í burtu frá fjölskyldunni minni hefur áhrif á mig. Ég þarf að sjá til hvað hægt er að gera vegna þeirra reglna og banna sem eru í gangi um allan heim. Það að geta ekki ferðast með fjölskyldunni er mér mjög erfitt,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic með verðlaunagripinn á ströndinni.Getty/Graham Denholm Djokovic ræddi við fleiri aðdáendur á ströndinni og klappaði hundi eins þeirra á milli þess sem hann stillti sér upp með Norman Brookes verðlaunagripinn, sem Serbinn hefur nú unnið níu sinnum. Hann hefur nú unnið 18 risamót og er tveimur titlum frá meti Rogers Federer og Rafaels Nadal.
Tennis Ástralía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira