Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 14:43 Frá kröfugönguni í Mógadisjú í morgun. EPA/SAID YUSUF WARSAME Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021 Sómalía Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021
Sómalía Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira