Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, les starfsmönnum á ritaraborðinu í KA-heimilinu pistilinn eftir leikinn í gær. akureyri.net/skapti hallgrímsson Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik