Í tilkynningu segir að Birnabúi yfir mikilli reynslu sem ráðgjafi og stjórnandi og muni gegna starfi forstöðumanns sýningarinnar sem hugsuð sé fyrir fólk á öllum aldri.
„Birna er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað sem stjórnendaráðgjafi bæði fyrir Capacent og nú síðast hjá fyrirtækinu Befirst. Birna var framkvæmdarstjóri Sandhotel og starfaði við uppbyggingu þess glæsilega hótels við Laugaveg.
Birna starfaði jafnframt um langt skeið við mannauðs-, þjónustu og starfsþróunarmál hjá bæði Icelandair og OR,“ segir í tilkynningunni.