„Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Sigrún Ósk fer að stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum. Mynd/ Baldur Kristjánsson „Eðli málsins samkvæmt þá gátum við ekki þvælst um allan heim á síðasta ári frekar en aðrir. Það gaf okkur hins vegar tækifæri til að fara í vinnslu á þáttaröð sem hefur verið á hugmyndaborðinu í þónokkurn tíma, það er að heimsækja valda viðmælendur aftur til að forvitnast um hvernig allt hefur gengið frá því við sáum þá síðast á skjánum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer af stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum á sunnudagskvöldið á Stöð 2. „Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+. Leitin að upprunanum Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira