Gunnar: Eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:55 Gunnar Magnússon var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu fimm marka sigur, 29-34. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23