Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 16:19 Þórhallur Guðmundsson var til umfjöllunar í sjónvarpsþáttunum Brestir um árið þar sem spámiðlar voru til umfjöllunar. Vísir Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Brotaþoli, sem var tvítugur þegar brotið átti sér stað, lagði fram kæru gegn Þórhalli árið 2016, sex árum eftir atvikið. Hann sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans er hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þórhallur neitaði staðfastlega sök. Þórhallur sótti um leyfi til áfrýjunar hjá Hæstarétti í júlí og var beiðnin samþykkt í september. Þórhallur byggði beiðni sína á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem heimfærsla til refsiákvæðis væri röng. Brot hans hefði ekki verið refsivert þegar það var framið þar sem sá hluti þess er varðar skort á samþykki hafi ekki komið inn í hegningarlög fyrr en árið 2018. Þá hefði Landsréttur brotið gegn milliliðalausri sönnunarfærslu þar sem dómurinn hefði byggt á lögregluskýrslum og framburði vitna sem ekki gátu borið um atvik málsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að enda þótt munnleg sönnunarfærsla hefði ekki farið fram fyrir Landsrétti í málinu hefði endurskoðun á sönnunarmati, þar á meðal mati héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar, verið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála auk þess sem málsmeðferðin var ekki talin hafa brotið gegn rétti Þórhalls til milliliðalausrar sönnunarfærslu. Þá kom fram í dómi Hæstaréttar að þótt skortur á samþykki hefði ekki verið hluti af verknaðarlýsingu nauðgunarákvæðisins í 194. gr. almenna hegningarlaga á verknaðarstundu væri vafalaust að skortur á samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hefði verið ein af forsendum þess að háttsemi teldist þá refsinæm samkvæmt ákvæðinu. Þrátt fyrir alvarleika brots Þórhalls þótti ekki næg ástæða til að hagga við refsingu hans með hliðsjón af þeim langa tíma sem hafði liðið frá því að brotið átti sér stað og þar til brotaþoli tilkynnti um það til lögreglu og ákæra var gefin út. Var Þórhalli því gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. Þá var honum gert að greiða unga manninum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þórhallur miðill fær að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Þórhalls Guðmundssonar, oftast nefndur Þórhallur miðill. 1. september 2020 12:54 „Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. 22. júní 2020 20:01 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Brotaþoli, sem var tvítugur þegar brotið átti sér stað, lagði fram kæru gegn Þórhalli árið 2016, sex árum eftir atvikið. Hann sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans er hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þórhallur neitaði staðfastlega sök. Þórhallur sótti um leyfi til áfrýjunar hjá Hæstarétti í júlí og var beiðnin samþykkt í september. Þórhallur byggði beiðni sína á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem heimfærsla til refsiákvæðis væri röng. Brot hans hefði ekki verið refsivert þegar það var framið þar sem sá hluti þess er varðar skort á samþykki hafi ekki komið inn í hegningarlög fyrr en árið 2018. Þá hefði Landsréttur brotið gegn milliliðalausri sönnunarfærslu þar sem dómurinn hefði byggt á lögregluskýrslum og framburði vitna sem ekki gátu borið um atvik málsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að enda þótt munnleg sönnunarfærsla hefði ekki farið fram fyrir Landsrétti í málinu hefði endurskoðun á sönnunarmati, þar á meðal mati héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar, verið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála auk þess sem málsmeðferðin var ekki talin hafa brotið gegn rétti Þórhalls til milliliðalausrar sönnunarfærslu. Þá kom fram í dómi Hæstaréttar að þótt skortur á samþykki hefði ekki verið hluti af verknaðarlýsingu nauðgunarákvæðisins í 194. gr. almenna hegningarlaga á verknaðarstundu væri vafalaust að skortur á samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hefði verið ein af forsendum þess að háttsemi teldist þá refsinæm samkvæmt ákvæðinu. Þrátt fyrir alvarleika brots Þórhalls þótti ekki næg ástæða til að hagga við refsingu hans með hliðsjón af þeim langa tíma sem hafði liðið frá því að brotið átti sér stað og þar til brotaþoli tilkynnti um það til lögreglu og ákæra var gefin út. Var Þórhalli því gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. Þá var honum gert að greiða unga manninum 1,2 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þórhallur miðill fær að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Þórhalls Guðmundssonar, oftast nefndur Þórhallur miðill. 1. september 2020 12:54 „Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. 22. júní 2020 20:01 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þórhallur miðill fær að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Þórhalls Guðmundssonar, oftast nefndur Þórhallur miðill. 1. september 2020 12:54
„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. 22. júní 2020 20:01
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42