Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:04 Yfirvöld í Ástralíu hafa mótmælt aðgerð Facebook. Getty/Robert Cianflone Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu. Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu.
Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira