NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Giannis Antetokounmpo fer ekki á taugum þótt illa gangi hjá Milwaukee Bucks um þessar mundir. getty/Christian Petersen Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31