Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:13 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/Vilhelm Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“ Lögreglan Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“
Lögreglan Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira