Liverpool í frábærri stöðu þökk sé klaufalegum varnarleik Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 21:50 Þessi mynd er lýsandi fyrir leik kvöldsins. Marton Monus/Getty Images Liverpool vann 2-0 sigur á RB Leipzig í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Segja má að „heimamenn“ hafi gefið Liverpool forskotið og þurfa þeir að klífa dágóða brekku ætli þeir sér í 8-liða úrslit annað árið í röð. Leikur kvöldsins fór fram á Puskás-vellinum í Ungverjalandi vegna „helvítis veirunnar“ eins og Gummi Ben orðaði það svo fallega en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn sjálfur fór nokkuð fjörlega af stað og áttu heimamenn skalla í stöng strax á fimmtu mínútu leiksins. Dani Olmo skallaði þá boltann í innanverða stöngina eftir fyrirgjöf Angeliño. Boltinn fór á einhvern ótrúlegan hátt ekki í Alisson í marki Liverpool og þaðan út frá markinu. Mohamed Salah fékk fyrsta alvöru færi Liverpool þegar hann skaut í andlit Péter Gulácsi, markvarðar RB Leipzig í þröngu færi. Andrew Robertson átti svo stórkostlega tilraun frá miðju eftir að Gulácsi hafði komið út úr teig sínum til að hreinsa knöttinn. Þessi mynd er einnig lýsandi fyrir leikinn þó markvörður Leipzig hafi lítið getað gert í þeim dauðafærum sem varnarmenn hans gáfu Liverpool-liðinu í kvöld.EPA-EFE/TIBOR ILLYES Á hlaupi sínu til baka flæktist markvörðurinn í netinu og þurfti í kjölfarið aðhlynningu áður en hann gat haldið leik áfram. Englandsmeistarar Liverpool voru líklegri í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta það og var staðan enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Liverpool kom boltanum reyndar í netið í fyrri hálfleik en boltinn var dæmdur út af í aðdraganda marksins. Liverpool were to going in front this evening pic.twitter.com/Sf5HU9lTA0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 16, 2021 Salah bætti svo upp fyrir klúðrið í fyrri hálfleik er hann fékk óvænta gjöf frá Marcel Sabitzer, miðjumanni Leipzig. Sabitzer ætlaði að renna boltanum til baka á samherja en sendingin var hörmuleg og Salah komst inn í. Hann afgreiddi færið svo snyrtilega í netið og kom Liverpool í 1-0 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Liverpool annað mark gefins. Langur bolti inn fyrir endaði með því að miðvörðurinn Nordi Mukiele rann á rassinn og Sadio Mané slapp einn í gegn. Það þurfti ekki að spyrja að því, Senegalinn skoraði af öryggi og staðan allt í einu orðin 2-0 Liverpool í vil. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool því í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Anfield þann 10. mars. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Liverpool vann 2-0 sigur á RB Leipzig í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Segja má að „heimamenn“ hafi gefið Liverpool forskotið og þurfa þeir að klífa dágóða brekku ætli þeir sér í 8-liða úrslit annað árið í röð. Leikur kvöldsins fór fram á Puskás-vellinum í Ungverjalandi vegna „helvítis veirunnar“ eins og Gummi Ben orðaði það svo fallega en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn sjálfur fór nokkuð fjörlega af stað og áttu heimamenn skalla í stöng strax á fimmtu mínútu leiksins. Dani Olmo skallaði þá boltann í innanverða stöngina eftir fyrirgjöf Angeliño. Boltinn fór á einhvern ótrúlegan hátt ekki í Alisson í marki Liverpool og þaðan út frá markinu. Mohamed Salah fékk fyrsta alvöru færi Liverpool þegar hann skaut í andlit Péter Gulácsi, markvarðar RB Leipzig í þröngu færi. Andrew Robertson átti svo stórkostlega tilraun frá miðju eftir að Gulácsi hafði komið út úr teig sínum til að hreinsa knöttinn. Þessi mynd er einnig lýsandi fyrir leikinn þó markvörður Leipzig hafi lítið getað gert í þeim dauðafærum sem varnarmenn hans gáfu Liverpool-liðinu í kvöld.EPA-EFE/TIBOR ILLYES Á hlaupi sínu til baka flæktist markvörðurinn í netinu og þurfti í kjölfarið aðhlynningu áður en hann gat haldið leik áfram. Englandsmeistarar Liverpool voru líklegri í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta það og var staðan enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Liverpool kom boltanum reyndar í netið í fyrri hálfleik en boltinn var dæmdur út af í aðdraganda marksins. Liverpool were to going in front this evening pic.twitter.com/Sf5HU9lTA0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 16, 2021 Salah bætti svo upp fyrir klúðrið í fyrri hálfleik er hann fékk óvænta gjöf frá Marcel Sabitzer, miðjumanni Leipzig. Sabitzer ætlaði að renna boltanum til baka á samherja en sendingin var hörmuleg og Salah komst inn í. Hann afgreiddi færið svo snyrtilega í netið og kom Liverpool í 1-0 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Liverpool annað mark gefins. Langur bolti inn fyrir endaði með því að miðvörðurinn Nordi Mukiele rann á rassinn og Sadio Mané slapp einn í gegn. Það þurfti ekki að spyrja að því, Senegalinn skoraði af öryggi og staðan allt í einu orðin 2-0 Liverpool í vil. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool því í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Anfield þann 10. mars. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti