Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 11:00 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni sögðu þeir að tölvuþrjótarnir hefðu meðal annars reynt að brjóta sér leið inn á vefþjóna lyfjaframleiðenda í Suður-Kóreu og öðlast þannig upplýsingar um framleiðslu bóluefna og meðferðir gegn Covid-19. Ekki liggur fyrir hvort ætlunarverk tölvuþrjótanna heppnaðist. Í nóvember í fyrra gaf Microsoft út að tölvuþrjótar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu gert árásir á fjölda lyfjafyrirtækja og reynt að koma höndum yfir upplýsingar um bóluefni. Sjá einnig: Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Reuters fréttaveitan segir sérfræðinga hafa sakað Norður-Kóreu um árásir á fjölda lyfjaframleiðenda í fyrra. Þar á meðal eru Johnson & Johnson, Novavax Inc og AstraZeneca. Árásum á lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstofnanir hefur farið fjölgandi í faraldri nýju kórónuveirunnar. Að þeim árásum koma tölvuþrjótar á vegum ríkja í leit að nýjustu upplýsingum og tækni varðandi faraldurinn. Norður-Kórea hefur þó lengi beitt hópum tölvuþrjóta í þeim tilgangi að koma höndum yfir peninga í trássi við viðskiptaþvinganir gegn landinu. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja líklegt að Norður-Kóreumenn hafi ætlað sér að selja upplýsingarnar frekar en að nota þær til framleiðslu eigin bóluefnis. Norður-Kórea Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni sögðu þeir að tölvuþrjótarnir hefðu meðal annars reynt að brjóta sér leið inn á vefþjóna lyfjaframleiðenda í Suður-Kóreu og öðlast þannig upplýsingar um framleiðslu bóluefna og meðferðir gegn Covid-19. Ekki liggur fyrir hvort ætlunarverk tölvuþrjótanna heppnaðist. Í nóvember í fyrra gaf Microsoft út að tölvuþrjótar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu gert árásir á fjölda lyfjafyrirtækja og reynt að koma höndum yfir upplýsingar um bóluefni. Sjá einnig: Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Reuters fréttaveitan segir sérfræðinga hafa sakað Norður-Kóreu um árásir á fjölda lyfjaframleiðenda í fyrra. Þar á meðal eru Johnson & Johnson, Novavax Inc og AstraZeneca. Árásum á lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstofnanir hefur farið fjölgandi í faraldri nýju kórónuveirunnar. Að þeim árásum koma tölvuþrjótar á vegum ríkja í leit að nýjustu upplýsingum og tækni varðandi faraldurinn. Norður-Kórea hefur þó lengi beitt hópum tölvuþrjóta í þeim tilgangi að koma höndum yfir peninga í trássi við viðskiptaþvinganir gegn landinu. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja líklegt að Norður-Kóreumenn hafi ætlað sér að selja upplýsingarnar frekar en að nota þær til framleiðslu eigin bóluefnis.
Norður-Kórea Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent