Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 08:02 Jordan Clarkson héldu engin bönd gegn Philadelphia 76ers. getty/Alex Goodlett Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn