Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 21:26 Pablo Hasel ætlar sér ekki að gefa sig fram og afplána níu mánaða fangelsisdóm. Lorena Sopêna I Lòpez/Europa Press via Getty Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira