Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2021 15:59 Victor skrifar undir samning við Sony og útskrifast úr læknisfræðinni. Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira