Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2021 07:30 Séð yfir hluta byggðarinnar á Árskógssandi. Arnar Halldórsson Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld: Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld:
Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38