Trump sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Getty/Ethan Miller Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46