Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í sjö marka sigri Gummarsbach gegn Konstanz á útivelli í þýsu B-deildinni í handbolta.
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar heimsóttu Konstanz í kvöld og þurftu á sigri að halda til að missa ekki topplið Hamburg of langt frá sér. Gummersbach byrjaði leikinn vel og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13.
Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og bættu Gummarsbach við forystuna. Fór það svo að gestirnir unnu sjö marka sigur, 37-30. Þar skoraði Eyjamaðurinn Elliði Snær þrjú mörk.
Eftir leik kvöldsins er Gummersbach í öðru sæti deildarinnar með 27 stig en Hamburg er á toppnum með 28 stig eftir að hafa leikið leik meira.