Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 18:06 Justin Timberlake hefur beðið Janet Jackson og Britney Spears afsökunar vegna framkomu hans í garð þeirra á fyrstu árum þessarar aldar. Getty/Matt Winkelmeyer Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson. Hollywood Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson.
Hollywood Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent