Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 16:44 Evrópusambandið hefur gert viðbótarsamning við Pfizer. Vísir/vilhelm Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34