Fagnaði körfu Steph Curry áður en hann skaut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 12:00 Stephen Curry er að eiga frábært tímabil en hann missti af nær öllu síðasta tímabili með Golden State Warriors vegna meiðsla. Getty/Thearon W. Henderson Þegar Stephen Curry er orðinn heitur þá er víst fátt sem stoppar hann í því að raða niður þriggja stiga körfum. Leikurinn í nótt var einn af þessum leikjum. Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021 NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira