Martin með tíu stig er Valencia féll úr leik í spænska konungsbikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 22:46 Martin í leik kvöldsins. @valenciabasket Valencia tapaði í kvöld fyrir Real Madrid í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins. Martin Hermannsson skoraði tíu stig í ellefu stiga tapi Valencia, lokatölur 85-74. Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira