Martin með tíu stig er Valencia féll úr leik í spænska konungsbikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 22:46 Martin í leik kvöldsins. @valenciabasket Valencia tapaði í kvöld fyrir Real Madrid í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins. Martin Hermannsson skoraði tíu stig í ellefu stiga tapi Valencia, lokatölur 85-74. Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira