Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:30 Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél. Kringvarpið Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal: Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal:
Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30