Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 23:30 David Schoen, einn lögmanna Trumps. Getty/ Joshua Roberts Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“ Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26