Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 18:09 Hermenn standa vörð við þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira