Fangi dæmdur fyrir hótanir og árás á samfanga á Litla-Hrauni Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2021 14:14 Árásin átti sér stað í einu eldhúsa fanga á Litla-Hrauni í maí 2019. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn í eldhúsi á Litla-Hrauni og sömuleiðis fyrir að hafa hótað öðrum manni ofbeldi. Í ákæru kom fram að fanginn hafi í maí 2019 veist að öðrum manni, samfanga, endurtekið ógnað honum með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut meðal annars blóðnasir, glóðarauga og mar í andliti. Þá var ákærði sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa hringt í annan mann og hótað honum ofbeldi ef hann myndi ekki hætta öllum samskiptum við ákveðinn einstakling. Hótanirnar fólust í því að „slys myndi verða og að ákærði þekkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst [hann] vita hvar [maðurinn] og nánustu aðstandendur hans byggju.“ Fjórtán sinnum verið fundinn sekur Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um það sem rakið var í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en mótmælti þó fjárhæðinni í kröfunni sem nam 1,5 milljónir króna og taldi hana of háa. Dómari dæmdi ákærða til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu alls sakar- og málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi fjórtán sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af átta sinnum ofbeldisbrot. Hafi hann ítrekað brotið gegn skilorði. Dómsmál Árborg Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Í ákæru kom fram að fanginn hafi í maí 2019 veist að öðrum manni, samfanga, endurtekið ógnað honum með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut meðal annars blóðnasir, glóðarauga og mar í andliti. Þá var ákærði sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa hringt í annan mann og hótað honum ofbeldi ef hann myndi ekki hætta öllum samskiptum við ákveðinn einstakling. Hótanirnar fólust í því að „slys myndi verða og að ákærði þekkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst [hann] vita hvar [maðurinn] og nánustu aðstandendur hans byggju.“ Fjórtán sinnum verið fundinn sekur Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um það sem rakið var í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en mótmælti þó fjárhæðinni í kröfunni sem nam 1,5 milljónir króna og taldi hana of háa. Dómari dæmdi ákærða til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu alls sakar- og málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi fjórtán sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af átta sinnum ofbeldisbrot. Hafi hann ítrekað brotið gegn skilorði.
Dómsmál Árborg Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira