Fangi dæmdur fyrir hótanir og árás á samfanga á Litla-Hrauni Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2021 14:14 Árásin átti sér stað í einu eldhúsa fanga á Litla-Hrauni í maí 2019. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn í eldhúsi á Litla-Hrauni og sömuleiðis fyrir að hafa hótað öðrum manni ofbeldi. Í ákæru kom fram að fanginn hafi í maí 2019 veist að öðrum manni, samfanga, endurtekið ógnað honum með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut meðal annars blóðnasir, glóðarauga og mar í andliti. Þá var ákærði sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa hringt í annan mann og hótað honum ofbeldi ef hann myndi ekki hætta öllum samskiptum við ákveðinn einstakling. Hótanirnar fólust í því að „slys myndi verða og að ákærði þekkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst [hann] vita hvar [maðurinn] og nánustu aðstandendur hans byggju.“ Fjórtán sinnum verið fundinn sekur Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um það sem rakið var í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en mótmælti þó fjárhæðinni í kröfunni sem nam 1,5 milljónir króna og taldi hana of háa. Dómari dæmdi ákærða til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu alls sakar- og málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi fjórtán sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af átta sinnum ofbeldisbrot. Hafi hann ítrekað brotið gegn skilorði. Dómsmál Árborg Fangelsismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Í ákæru kom fram að fanginn hafi í maí 2019 veist að öðrum manni, samfanga, endurtekið ógnað honum með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut meðal annars blóðnasir, glóðarauga og mar í andliti. Þá var ákærði sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa hringt í annan mann og hótað honum ofbeldi ef hann myndi ekki hætta öllum samskiptum við ákveðinn einstakling. Hótanirnar fólust í því að „slys myndi verða og að ákærði þekkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst [hann] vita hvar [maðurinn] og nánustu aðstandendur hans byggju.“ Fjórtán sinnum verið fundinn sekur Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um það sem rakið var í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en mótmælti þó fjárhæðinni í kröfunni sem nam 1,5 milljónir króna og taldi hana of háa. Dómari dæmdi ákærða til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu alls sakar- og málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi fjórtán sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af átta sinnum ofbeldisbrot. Hafi hann ítrekað brotið gegn skilorði.
Dómsmál Árborg Fangelsismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira