Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 12:03 Þórólfur æfir sig í íslensku táknmáli fyrir upplýsingafundinn í dag og Víðir brosir enda tilefni til. Hvorki greindist Covid-19 smit innanlands né á landamærunum í gær. Vísir/Vilhelm Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður málnefndar um íslenskt táknmál, fagnar því í grein á Vísi í dag að tíu ár séu liðin síðan Alþingi samþykkti lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál. Áfram haldi baráttan fyrir því að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. „Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan,“ segir Heiðdís. Hún segir alþekkta skoðun að íslenska táknmálið sé tungumál þeirra sem ekki hafi heyrn. Það sé þó ekki rétt. Víðir og Þórólfur eru komnir með grunn í íslensku táknmáli. Fróðlegt verður að sjá hvort þeir byggi ofan á þann grunn.Vísir/Vilhelm „Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi.“ Að neðan má sjá myndband frá Félagi heyrnarlausra á Íslandi í tilefni dagsins. Þar útskýra Íslendingar á táknmáli af hverju það notar táknmál. Tímamót Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður málnefndar um íslenskt táknmál, fagnar því í grein á Vísi í dag að tíu ár séu liðin síðan Alþingi samþykkti lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál. Áfram haldi baráttan fyrir því að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. „Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan,“ segir Heiðdís. Hún segir alþekkta skoðun að íslenska táknmálið sé tungumál þeirra sem ekki hafi heyrn. Það sé þó ekki rétt. Víðir og Þórólfur eru komnir með grunn í íslensku táknmáli. Fróðlegt verður að sjá hvort þeir byggi ofan á þann grunn.Vísir/Vilhelm „Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi.“ Að neðan má sjá myndband frá Félagi heyrnarlausra á Íslandi í tilefni dagsins. Þar útskýra Íslendingar á táknmáli af hverju það notar táknmál.
Tímamót Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira