NBA dagsins: Stjarna Hawks endaði á gólfinu í lokin og var mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 15:01 Luka Doncic og Trae Young eru framtíðar stjórstjörnur í NBA deildinni í körfubolta. Getty/Todd Kirkland Það var dramatískur endir í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tveir af bestu ungu leikmönnum deildarinnar áttust við í leik Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti