Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 13:57 Samkvæmt könnuninni er notkunin mest í aldurshópnum 18 til 24 ára. Vísir/Vilhelm Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Á vef borgarinnar segir að algengast sé að notendur rafhlaupahjóla noti þau í að ferðast til og frá vinnu og komi þau því í stað einkabíla í ákveðnum ferðum. „Rafhlaupahjólin eru að sýna sig sem alvöru valkostur í samgöngum en 43,5% þeirra sem nota rafhlaupahjól fara færri ferðir með einkabíl en áður skv. könnuninni. Fólk notar því hjólin í meira en frístundaferðir, þó einnig sé vinsælt að nota þau í ferðir til og frá veitingastöðum, til vina og ættingja og einnig til útréttinga. Nokkrir punktar úr niðurstöðunum: Tæplega 19% Reykvíkinga notar rafhlaupahjól eitthvað. Tæp 6% nota þau einu sinni í viku eða oftar, 5,3% einu til þrisvar sinnum í mánuði og 7,6% nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samtals nota rúmlega 11% rafhlaupahjól einu sinni í mánuði eða oftar. Hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25-34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Notkunin er hins vegar mest hjá 18-24 ára en 15% aldurhópsins nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notendur eru flestir í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum/Laugardal en virkustu notendurnir eru í Háleiti/Bústöðum. 11,9% segja að það sé rafhlaupahjól á heimilinu og eru það hlutfall hæst í Háaleiti/Bústöðum og í Hlíðum/Laugardal. Tveir af hverjum þremur af þeim sem nota hlaupahjól einu sinni í viku eða oftar búa á heimili þar sem er rafhlaupahjól. Helmingur hefði farið gangandi í síðustu ferðina sem þeir fóru á hlaupahjóli, ríflega fjórðungur hefði farið á einkabíl, 14% með Strætó og ríflega 7% hjólandi. Algengast er að notendur rafhlaupahjóla noti það í að ferðast til og frá vinnu en næst algengast er að nota það til/frá skemmtistöðum sem er algengara meðal þeirra sem nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Tæplega 29% hafa leigt rafhlaupahjól en naumlega 59% hafa heyrt um þjónustuna en ekki leigt. Tæp 13% hafa ekki heyrt um þjónustuna. Ríflega helmingur Reykvíkinga 18-34 ára hefur leigt hlaupahjól. Könnunin var gerð af Gallup fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á tímabilinu 18. nóvember til 14. desember 2020. Könnunin var send á samtals 2700 Reykvíkinga 18 ára og eldri í nokkrum spurningavögnum sem skilaði rúmlega 1400 svörum,“ segir í fréttinni. Reykjavík Samgöngur Rafskútur Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Á vef borgarinnar segir að algengast sé að notendur rafhlaupahjóla noti þau í að ferðast til og frá vinnu og komi þau því í stað einkabíla í ákveðnum ferðum. „Rafhlaupahjólin eru að sýna sig sem alvöru valkostur í samgöngum en 43,5% þeirra sem nota rafhlaupahjól fara færri ferðir með einkabíl en áður skv. könnuninni. Fólk notar því hjólin í meira en frístundaferðir, þó einnig sé vinsælt að nota þau í ferðir til og frá veitingastöðum, til vina og ættingja og einnig til útréttinga. Nokkrir punktar úr niðurstöðunum: Tæplega 19% Reykvíkinga notar rafhlaupahjól eitthvað. Tæp 6% nota þau einu sinni í viku eða oftar, 5,3% einu til þrisvar sinnum í mánuði og 7,6% nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samtals nota rúmlega 11% rafhlaupahjól einu sinni í mánuði eða oftar. Hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25-34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Notkunin er hins vegar mest hjá 18-24 ára en 15% aldurhópsins nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notendur eru flestir í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum/Laugardal en virkustu notendurnir eru í Háleiti/Bústöðum. 11,9% segja að það sé rafhlaupahjól á heimilinu og eru það hlutfall hæst í Háaleiti/Bústöðum og í Hlíðum/Laugardal. Tveir af hverjum þremur af þeim sem nota hlaupahjól einu sinni í viku eða oftar búa á heimili þar sem er rafhlaupahjól. Helmingur hefði farið gangandi í síðustu ferðina sem þeir fóru á hlaupahjóli, ríflega fjórðungur hefði farið á einkabíl, 14% með Strætó og ríflega 7% hjólandi. Algengast er að notendur rafhlaupahjóla noti það í að ferðast til og frá vinnu en næst algengast er að nota það til/frá skemmtistöðum sem er algengara meðal þeirra sem nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Tæplega 29% hafa leigt rafhlaupahjól en naumlega 59% hafa heyrt um þjónustuna en ekki leigt. Tæp 13% hafa ekki heyrt um þjónustuna. Ríflega helmingur Reykvíkinga 18-34 ára hefur leigt hlaupahjól. Könnunin var gerð af Gallup fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á tímabilinu 18. nóvember til 14. desember 2020. Könnunin var send á samtals 2700 Reykvíkinga 18 ára og eldri í nokkrum spurningavögnum sem skilaði rúmlega 1400 svörum,“ segir í fréttinni.
Reykjavík Samgöngur Rafskútur Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00