Skoski þjarkurinn sem hefur fundið sinn innri framherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2021 14:31 Scott McTominay fagnar marki sínu gegn West Ham í gær. getty/Matthew Peters Manchester United getur þakkað Scott McTominay fyrir að liðið sé komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Á undanförnum vikum hefur skoski miðjumaðurinn sýnt á sér nýja hlið og er byrjaður að raða inn mörkum. McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United. Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United.
Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05