Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 17:30 Það bíða þess sjálfsagt margir spenntir að mega aftur fara á íþróttaleiki. vísir/hag „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira